Viðskipti innlent

Nýr fram­kvæmda­stjóri Kuehne+Nagel á Ís­landi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jón Garðar hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu.
Jón Garðar hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu.

Jón Garðar Jörundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrir starfsemi alþjóðlega flutningafyrirtækisins Kuehne+Nagel á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kuehne+Nagel.

Jón Garðar starfaði áður sem sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum sf. og sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi ásamt því að sitja í stjórn félagsins á árunum 2014-2015. Hann er með MSc gráðu í fjármálum og fjárfestingum auk MBA gráðu frá Edinborgarháskóla.

„Kuehne+Nagel, sem eitt stærsta flutningafyrirtæki heims, var stofnað árið 1890 og starfar á um 1.300 stöðum í yfir 100 löndum með yfir 79.000 starfsmenn,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×