Lífið

Lauf­ey ást­fangin í eitt ár

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Laufey og Christie fyrir utan Ásmundarsafn í Reykjavík.
Laufey og Christie fyrir utan Ásmundarsafn í Reykjavík. Skjáskot/Instagram

Stjórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir og kærastinn hennar Charlie Christie, starfsmaður út­gáfu­fyr­ir­tæk­is­ins In­terscope Records, fögnuðu eins árs sambandsafmæli sínu í gær. Í tilefni tímamótanna birti parið fallegar myndir af þeim saman í vetrardýrðinni á Íslandi.

„Eitt ár,“ skrifaði Laufey og deildi mynd af þeim á göngu um götur Reykjavíkur. Þá deildi Christie mynd af þeim saman á ferðalagi um Ísland, kappklædd í 66° norður úlpum.

Laufey greindi fyrst frá sambandinu í júní í fyrra þegar hún birti tvær myndir af kærastanum á Instagram-síðu sinni í tilefni afmælis hans án þess þó að tilgreina hver hann væri.

Óhætt er að segja að Laufey sé ein af skærustu rísandi stjörnum heims. Hún hlaut Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar í febrúar og hefur komið fram á hverjum rauða dreglinum á fætur öðrum.

Christie starfar hjá markaðsteymi útgáfufyrirtækisins Interscope Recods, sem er í eigu Universal Music Group. Fyrirtækið gefur út tónlist nokkurra stærstu tónlistarstjarna heims, þar á meðal Billie Eilish, Elton John, Lady Gaga og Maroon 5. 


Tengdar fréttir

Dans Laufeyjar kominn í Fortnite

Fortnite-spilurum gefst nú tækifæri til að kaupa dansspor Laufeyjar Línar og dansa eins og tónlistarkonan í tölvuleiknum.

Frægir fundu ástina 2024

Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi.

Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes

Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson.

Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum

Íslenska stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir virðist hafa dálæti á fallegum handtöskum. Hún er þekkt fyrir að deila smart myndum af sér á Instagram hvaðanæva úr heiminum þar sem hún er oftar en ekki með handtösku frá virtustu hátískuhúsum heims til að toppa dressið. Má þar nefna merki á borð við Chanel, Gucci og Chloé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.