Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2025 18:01 Björgvin tók að sjálfsögðu lagið um helgina á afmælistónleikum Gunna. Björgvin Halldórsson segir að hæfileikar félaga hans Gunna Þórðarsonar hafi komið snemma í ljós. Gunni hafi verið skipstjórinn í brúnni í stúdíóinu og segist Björgvin hafa lært mikið af honum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Björgvin í tilefni af áttatíu ára stórafmæli Gunna en því var fagnað með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Þar var blásið til afmælistónleika í Eldborg og flutningur verka Gunnars í höndum þjóðþekktra tónlistarmanna. Sjálflært náttúrubarn Björgvin var að sjálfsögðu mættur að heiðra sinn gamla félaga í Hörpu um helgina. Í Bítinu segir hann að Gunni hafi kennt honum margt. „Gunnar er náttúrubarn í tónlistinni, sjálflærður í rauninni,“ segir Björgvin sem segist hafa rifjað það upp í Hörpu baksviðs að á áttunda og níunda áratugnum hafi þeir félagar gert fimm til sex plötur á hverju einasta ári. „Hann var skipstjórinn í brúnni í stúdíói, svona þegar það loksins kom stúdíó,“ segir Björgvin sem rifjar upp að þeir félagar hafi meðal annars haldið út til þess að taka upp plötu Ðe lónlí blú bojs. Björgvin segir Gunna hafa útsett allt og verið aðalgæinn, haft puttana í öllu saman. Björgvin opnaði tónleikana um helgina með laginu Vesturgata. „Það kom mér á óvart að það voru ekki allir með á hreinu hvaða lag þetta var. Þetta er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds og þau eru nú mörg eins og Vetrarsól og fleiri.“ Tímamót Tónlist Menning Bítið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Björgvin í tilefni af áttatíu ára stórafmæli Gunna en því var fagnað með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Þar var blásið til afmælistónleika í Eldborg og flutningur verka Gunnars í höndum þjóðþekktra tónlistarmanna. Sjálflært náttúrubarn Björgvin var að sjálfsögðu mættur að heiðra sinn gamla félaga í Hörpu um helgina. Í Bítinu segir hann að Gunni hafi kennt honum margt. „Gunnar er náttúrubarn í tónlistinni, sjálflærður í rauninni,“ segir Björgvin sem segist hafa rifjað það upp í Hörpu baksviðs að á áttunda og níunda áratugnum hafi þeir félagar gert fimm til sex plötur á hverju einasta ári. „Hann var skipstjórinn í brúnni í stúdíói, svona þegar það loksins kom stúdíó,“ segir Björgvin sem rifjar upp að þeir félagar hafi meðal annars haldið út til þess að taka upp plötu Ðe lónlí blú bojs. Björgvin segir Gunna hafa útsett allt og verið aðalgæinn, haft puttana í öllu saman. Björgvin opnaði tónleikana um helgina með laginu Vesturgata. „Það kom mér á óvart að það voru ekki allir með á hreinu hvaða lag þetta var. Þetta er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds og þau eru nú mörg eins og Vetrarsól og fleiri.“
Tímamót Tónlist Menning Bítið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“