Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2025 18:01 Björgvin tók að sjálfsögðu lagið um helgina á afmælistónleikum Gunna. Björgvin Halldórsson segir að hæfileikar félaga hans Gunna Þórðarsonar hafi komið snemma í ljós. Gunni hafi verið skipstjórinn í brúnni í stúdíóinu og segist Björgvin hafa lært mikið af honum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Björgvin í tilefni af áttatíu ára stórafmæli Gunna en því var fagnað með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Þar var blásið til afmælistónleika í Eldborg og flutningur verka Gunnars í höndum þjóðþekktra tónlistarmanna. Sjálflært náttúrubarn Björgvin var að sjálfsögðu mættur að heiðra sinn gamla félaga í Hörpu um helgina. Í Bítinu segir hann að Gunni hafi kennt honum margt. „Gunnar er náttúrubarn í tónlistinni, sjálflærður í rauninni,“ segir Björgvin sem segist hafa rifjað það upp í Hörpu baksviðs að á áttunda og níunda áratugnum hafi þeir félagar gert fimm til sex plötur á hverju einasta ári. „Hann var skipstjórinn í brúnni í stúdíói, svona þegar það loksins kom stúdíó,“ segir Björgvin sem rifjar upp að þeir félagar hafi meðal annars haldið út til þess að taka upp plötu Ðe lónlí blú bojs. Björgvin segir Gunna hafa útsett allt og verið aðalgæinn, haft puttana í öllu saman. Björgvin opnaði tónleikana um helgina með laginu Vesturgata. „Það kom mér á óvart að það voru ekki allir með á hreinu hvaða lag þetta var. Þetta er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds og þau eru nú mörg eins og Vetrarsól og fleiri.“ Tímamót Tónlist Menning Bítið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Björgvin í tilefni af áttatíu ára stórafmæli Gunna en því var fagnað með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Þar var blásið til afmælistónleika í Eldborg og flutningur verka Gunnars í höndum þjóðþekktra tónlistarmanna. Sjálflært náttúrubarn Björgvin var að sjálfsögðu mættur að heiðra sinn gamla félaga í Hörpu um helgina. Í Bítinu segir hann að Gunni hafi kennt honum margt. „Gunnar er náttúrubarn í tónlistinni, sjálflærður í rauninni,“ segir Björgvin sem segist hafa rifjað það upp í Hörpu baksviðs að á áttunda og níunda áratugnum hafi þeir félagar gert fimm til sex plötur á hverju einasta ári. „Hann var skipstjórinn í brúnni í stúdíói, svona þegar það loksins kom stúdíó,“ segir Björgvin sem rifjar upp að þeir félagar hafi meðal annars haldið út til þess að taka upp plötu Ðe lónlí blú bojs. Björgvin segir Gunna hafa útsett allt og verið aðalgæinn, haft puttana í öllu saman. Björgvin opnaði tónleikana um helgina með laginu Vesturgata. „Það kom mér á óvart að það voru ekki allir með á hreinu hvaða lag þetta var. Þetta er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds og þau eru nú mörg eins og Vetrarsól og fleiri.“
Tímamót Tónlist Menning Bítið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira