Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Eva var stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Eva Bryngeirsdóttir jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segir að þau Kári muni nýta hverja einustu stund sem þau fái saman. Frá þessu greinir hún í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Eva og Kári gengu í hnapphelduna þann 22. nóvember síðastliðinn í Garðakirkju í Garðabæ þar sem Sr. Sigurvin Lárus Jónsson gaf þau saman í návist nánasta fólks brúðhjónanna. Eva klæddist fallegum hvítum síðkjól með blúndu og hvítu tjulli. Kári var í bláum jakkafötum og hvítri skyrtu með slaufu. Í færslunni segir Eva að henni hafi ekki grunað að hún myndi giftast besta vini sínum einn daginn. „Mig grunaði ekki heldur að hann hefði mætt allt of snemma í þennan heim! Eða hvort ég mætti of seint. Ég læri kannski einhvern tímann betur á tímann,“ skrifaði Eva á Instagram og vísaði til þess að Kári er fæddur árið 1949 en Eva 1987. Parið er því af ólíkum kynslóðum en ástin hefur aldrei spurt um slíkt. Þá birti Eva fallega mynd frá stóra deginum ásamt sonum hennar við altarið. Synir hennar klæddust ljósgráum jakkafötum, hvítri skyrtu og voru einkar flottir með slaufu í stíl við Kára. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá spænsku borginni Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Þar búa þau að rosalegu útsýni yfir Elliðarvatn úr húsi Kára sem ætíð hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlits þess. Húsið vann sem dæmi til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa árið 2014 á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design. Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Eva og Kári gengu í hnapphelduna þann 22. nóvember síðastliðinn í Garðakirkju í Garðabæ þar sem Sr. Sigurvin Lárus Jónsson gaf þau saman í návist nánasta fólks brúðhjónanna. Eva klæddist fallegum hvítum síðkjól með blúndu og hvítu tjulli. Kári var í bláum jakkafötum og hvítri skyrtu með slaufu. Í færslunni segir Eva að henni hafi ekki grunað að hún myndi giftast besta vini sínum einn daginn. „Mig grunaði ekki heldur að hann hefði mætt allt of snemma í þennan heim! Eða hvort ég mætti of seint. Ég læri kannski einhvern tímann betur á tímann,“ skrifaði Eva á Instagram og vísaði til þess að Kári er fæddur árið 1949 en Eva 1987. Parið er því af ólíkum kynslóðum en ástin hefur aldrei spurt um slíkt. Þá birti Eva fallega mynd frá stóra deginum ásamt sonum hennar við altarið. Synir hennar klæddust ljósgráum jakkafötum, hvítri skyrtu og voru einkar flottir með slaufu í stíl við Kára. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá spænsku borginni Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Þar búa þau að rosalegu útsýni yfir Elliðarvatn úr húsi Kára sem ætíð hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlits þess. Húsið vann sem dæmi til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa árið 2014 á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design.
Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira