
Skógrækt og landgræðsla

Ný meistaranámsbraut um endurheimt vistkerfa við Landbúnaðarháskóla Íslands
Við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) er verið að leggja lokahönd á nýja alþjóðlega meistaranámsbraut í endurheimt vistkerfa e. Ecology Restoration. Námið er tveggja ára þverfaglegt nám sem veitir alþjóðlega innsýn og þekkingu á sviði vistheimtarfræði og hagnýta þjálfun í aðferðafræði endurheimtar.

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun
Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu.

Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga
Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings.

Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi
Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk.

Segir það hvorki hreintrúarstefnu né öfgar að vara við stafafurunni
„Það að segja frá því opinberlega að rannsóknir sýni að stafafura sé talin ágeng tegund og að hvetja til þess að hún verði notuð með varúð er hvorki hreintrúarstefna né öfgar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.

Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk
Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar
„Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk.

Ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs
Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs.

Persónulegar erjur og mismunandi áherslur áður komið í veg fyrir sameiningu
Skógræktarstjóri segir mikilvægt að halda því til haga að fjölmargar tilraunir til að sameina Skógræktina og Landgræðsluna hafi klúðrast í gegn um tíðina. Hann er hóflega bjartsýnn á að það takist í þetta skiptið en ætlar að leggja sig allan fram.

Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla
Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega.

Sterkari saman – sameining Skógræktar og Landgræðslu
Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun.

Landgræðslan og Skógræktin í eina sæng
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að sameina skuli Skógræktina og Landgræðsluna. Starfsmönnum stofnananna hefur verið kynnt um komandi sameiningu.

Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi
Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum.

Hálsaskógur óþekkjanlegur eftir storminn
Skógræktarfélag Djúpavogs varð fyrir miklu tjóni vegna óveðursins sem geisaði nú fyrir skömmu. Lágmark þrjú hundruð tré eyðilögðust í Hálsaskógi vegna veðursins. Stuðningsmaður skógræktarfélagsins telur ekki mögulegt fyrir félagið að taka til og laga svæðið nema með utanaðkomandi aðstoð.

Tímamótatré valið tré ársins
Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð.

Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“
Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð.

Höfuð Þorsteins numið á brott úr Hallormsstaðaskógi
Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott.

Landgræðsla hagkvæmasta loftslagsaðgerðin
Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin.

Ketilkaffi á Skógardeginum mikla í Hallormsstað
Það verður mikið um að vera í Hallormsstaðarskógi í Fljótsdal á morgun laugardag, því Skógardagurinn mikli fer þá fram. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, svo ekki sé minnst á ketilkaffið, sem boðið verður upp á að skógarmannasið.

Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar.

Fyrirtæki kolefnisjafna sig með gróðursetningu
Skógræktin hefur varla undan að svara fyrirspurnum frá erlendum og innlendum fyrirtækjum, sem vilja kolefnisjafna sig með því að gróðursetja plöntur víðs vegar um landið. Með því eru fyrirtækin líka að búa sig undir að skila grænu bókhaldi eins og þeim verður skylt að gera eftir nokkur ár.

Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri
Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent.

Endurreisn birkiskóga á Íslandi
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf.

Hækkandi áburðarverð og landgræðsla – hvað er til ráða?
Landgræðslunni barst opið bréf frá Ástu F. Flosadóttur sem birt var á Vísi þann 2. febrúar 2022 undir heitinu „Kæri Jón“ Opið bréf til Landgræðslunnar. Tilefni skrifa Ástu eru viðbrögð við bréfi Landgræðslunnar þar sem tilkynnt er að styrkir til verkefnisins Bændur græða landið verði lækkaðir vegna 100% hækkunar áburðarverðs.

„Kæri Jón“ – opið bréf til Landgræðslunnar
Þetta er búin að vera löng samfylgd, um þrjátíu ár. Ég var óharðnaður unglingur í foreldrahúsum þegar foreldrar mínir tóku boði þínu um samband. Samband sem ég gekk seinna inn í og tók við þeirra skuldbindingum.

Fjölbreytt vistkerfi í ónotuðu landi
Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru.

Færri jólatré flutt inn í fyrra og meiri sala á íslenskum trjám
Stafafuran er langvinsælasta innlenda jólatréð, að sögn starfsmanns Skógræktarfélags Íslands. Innfluttum jólatrjám fækkaði í fyrra og sala á innlendum trjám jókst.

Gestir Heiðmerkur njóta góðs af níræðisafmælisgjöf Vilhjálms
Vilhjálmur Sigtryggsson fagnaði níræðisafmæli sínu í vor. Í afmælisgjöf var ákveðið að smíðaður yrði bekkur og honum komið fyrir á fallegum stað í Heiðmörk.

Oslóartréð fellt í Heiðmörk
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.