Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 09:23 Í votum mýrum safnast upp lífrænt efni sökum þess að gróðurleifar rotna ekki vegna skorts á súrefni. Þegar votlendi er ræst fram með skurðum og vatn hverfur frá, hefst niðurbrot eða rotnun þessa lífræna efnis þegar örverur nýta sér orkuna úr því og við það losnar koldíoxíð út í andrúmsloftið. Votlendissjóður Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður. Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Í tilkynningu frá Votlendissjóði, sem vinnur að því að endurheimta votlendi sem hefur verið ræst fram, kemur fram að áttatíu hektarar votlendis hafi verið endurheimtir á jörðunum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og Móbergi á Rauðasandi á Vestfjörðum í haust. Sú fyrrnefnda er um þrjátíu hektarar en sú síðarnefnda um fimmtíu. Sjóðurinn segist nú bíða samþykkis sveitarstjórna í Flóahrepp og Árborg fyrir endurheimtarverkefnum þar. Í vor var greint frá því að framkvæmdaleyfi hefði fengist fyrir endurheimt á landi Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Gagnrýndi sjóðurinn þá hversu langur afgreiðslutími á slíkum leyfum væri. Umsóknir fyrir Brekku og Berserkseyri voru báðar sendar inn síðsumars 2021. Framræst votlendi er talið stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir örverur sem brjóta jarðveginn niður.
Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira