Bærinn ljótur að sjá eftir gríðarlegan sandstorm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. mars 2023 23:07 Svona var umhorfs á bænum eftir sandstorminn. örn karlsson Bær á Meðallandi í Skaftárhreppi lítur illa út eftir mikinn sandstorm sem reið þar yfir í gær. Tún eru þakin djúpum sandi og húsin ljót að sjá. Bóndinn á bænum hefur gengið á eftir því að fá að græða lúpínu til að hefta fokið en ekki fengið fræ frá Landgræðslunni afhent. „Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
„Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson
Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira