Bærinn ljótur að sjá eftir gríðarlegan sandstorm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. mars 2023 23:07 Svona var umhorfs á bænum eftir sandstorminn. örn karlsson Bær á Meðallandi í Skaftárhreppi lítur illa út eftir mikinn sandstorm sem reið þar yfir í gær. Tún eru þakin djúpum sandi og húsin ljót að sjá. Bóndinn á bænum hefur gengið á eftir því að fá að græða lúpínu til að hefta fokið en ekki fengið fræ frá Landgræðslunni afhent. „Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
„Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson
Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira