Sterkari saman – sameining Skógræktar og Landgræðslu Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2022 07:30 Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skógrækt og landgræðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun