„Bara himnaríki að sitja í svona græju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2023 07:01 Troðarinn treður spor fyrir gönguskíðafólk og treður gönguleið fyrir göngugarpa á sama tíma. Vísir/Tryggvi Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina. Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“ Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Kjarnaskógur við Akureyri er sannkölluð útivistarperla, ekki síst á veturna þökk sé ötullum starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sjá um að halda gönguleiðum opnum og útbúa spor fyrir gönguskíði. Allt þetta verður mun auðveldara nú þegar glænýr troðari af bestu gerð tekur við mun eldra tæki. Munurinn á tækjunum er mikill. „Ætli það sé nú ekki himinn og haf bara. Þetta er bara nýr troðari af bestu gerð með besta búnaði og hann á eftir að breyta miklu fyrir okkur hérna í Kjarnaskógi,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sem hefur verið manna duglegastur við að sinna gönguskíðafólki í skóginum. Munurinn mun sjást frá fyrsta degi. „Það verður mikla betra spor, breiðari brautir og bara betur lagt,“ segir Ingólfur. Og aðrir útivistargarpar græða líka. „Við samnýtum brautirnar hérna. Þetta snýst ekki bara um skíðamenn. Nú ganga allir úti einhvers staðar fjórum sinnum í viku og þetta víkkar um þannig að menn hafa bara meira pláss til að athafna sig í brautunum hérna,“ segir Ingólfur. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga er í skýjunum með nýja troðarann.Vísir/Tryggvi Útbúnaður troðarans gerir það að verkum að hægt verður að halda góðu skíðagönguspori lengur en ella. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið skóginum opnum allt árið. Svona mannvirki, það snjóar mikið hérna á Akureyri og það væri bara lokað hér frá október og fram í júní ef að brautir væru ekki gerðar klárar,“ segir Ingólfur. Troðarinn var prufukeyrður á föstudaginn og fékk fréttamaður að fylgjast með Ingólfi læra á nýja tækið. „Eins og þú sérð ég mjög einbeittur við aksturinn. Margir nýjar takkar sem þarf að læra á. Þetta er náttúrulega bara himnaríki að sitja í svona græju,“ segir Ingólfur. Troðarinn lætur snjóinn ekki stoppa sig.Vísir/Tryggvi Aðeins tók um eitt ár að safna þeim um það bil fjörutíu milljónum sem þurfti til að kaupa troðarann „Mér þótti svakalega vænt um hvað samfélagið allt tók þátt. Bara notendurnir hérna með sínar fjárhæðir, fyrirtækin stór, lítil og samfélagið allt bara lagði í þetta mál og græjaði þetta og hér erum við eftir það.“
Skógrækt og landgræðsla Skíðasvæði Akureyri Eyjafjarðarsveit Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira