„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2025 11:02 Sigurður Kristófer var formaður Kyndils. Hann er fyrir miðju á myndinni en með honum eru félagar hans í Kyndli. Landsbjörg Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“ Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“
Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38