Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2023 07:07 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfaði áður á Veðurstofu Íslands. Egill Aðalsteinsson Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri. Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53