Lífið

Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingi­björgu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ingibjörg og Ari eru nýtt par.
Ingibjörg og Ari eru nýtt par.

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins eru nýtt par. Þau hafa sést saman undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra.

Ari hefur lengi verið virkur í atvinnulífinu á Íslandi. Hann var um árabil forstjóri 365 miðla. Áður en hann tók við því starfi var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þar áður var hann aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra.

Frá 2015 til 2020 var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar en árið 2020 færði hann sig um set til dótturfyrirtækis MS, Ísey útflutnings ehf. 

Ingibjörg starfaði í utanríkisþjónustunni í um 25 ár, meðal annars sem sendiherra Íslands í Ósló frá 2019 til 2022, og sem stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans til ársins 2024.

Ari er fæddur árið 1964 og Ingibjörg 1970.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.