Bretland

Fréttamynd

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Höfuð­paur mansals­hrings dæmdur vegna dauða 39 manna

Dómstóll í Belgíu hefur dæmt víetnamskan mann, sem talinn er vera höfuðpaur mansalshrings, í fimmtán ára fangelsi vegna dauða 39 Víetnama sem létust af völdum súrefnisskorts í vöruflutningabíl sem fannst yfirgefinn í Essex í Bretlandi í október 2019.

Erlent
Fréttamynd

Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu

Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda.

Erlent
Fréttamynd

„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020.

Erlent
Fréttamynd

Tíma­­móta­breytingar fram undan hjá BBC

Fjár­fram­laga­kerfi til breska ríkis­út­varpsins tekur miklum breytingum á allra næstu árum að sögn Nadine Dorries, menningar­mála­ráð­herra Bret­lands, sem kynnti fram­tíðar­á­ætlanir ríkis­stjórnarinnar í dag. Af­nota­gjöld breska ríkis­út­varpsins verða felld niður eftir fimm ár.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður E­ver­ton og ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu, verður á­fram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lög­regla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti

Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt.

Erlent
Fréttamynd

Andrés missir titla sína

Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Erlent
Fréttamynd

Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm

Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei meira barnaníðsefni fundist á netinu

Bresku samtökin Internet Watch Foundation segja árið 2021 hafa verið það versta frá upphafi þegar kemur að barnaníð á netinu. Magn efnis þar sem börn á aldrinum sjö til tíu ára séu misnotuð hafi þrefaldast.

Erlent
Fréttamynd

Boris á hálum ís

Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld

Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Óbólusettum meinað að spila eftir ferðalög?

Svo gæti farið að til þess að mega spila leiki í ensku úrvalsdeildinni eftir ferðalög út fyrir Bretland þá þurfi leikmenn að vera fullbólusettir, annars þurfa þeir að sæta sóttkví í 10 daga. Þetta segir menningarmálaráðherra Bretlands, Nadine Dorries.

Fótbolti