Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2022 11:00 Tilraun var gerð til mínútu þagnar til að heiðra minningu Bretlandsdrottningar. Ian MacNicol/Getty Images Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15