Karl III sór þegnum sínum hollustueið Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2022 19:20 Karl III nýr konungur Bretlands og þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja ávarpaði þegna sína í fyrsta sinn seinnipartinn í dag. AP/Yui Mok Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00
Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49