Veiddi lax nokkur sumur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 14:58 Hér má sjá Karl III Bretakonung við veiðar í Ballater nærri Balmoral-höll í Skotlandi. Hann lagði leið sína til Íslands nokkrum sinnum á árum áður til að veiða hér lax. Getty/Julian Parker Karl þriðji Bretakonungur lagði leið sína til Íslands nokkur sumur á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar til þess að veiða hér lax. Konungurinn er mikill laxveiðimaður og í grunninn Íslandsvinur. Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum. Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum.
Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira