

Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. apríl.
Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár.
Norskt greiningarfyrirtæki hefur verðlagt skuldabréf WOW air á 15 prósent af nafnvirði. Norskir og þýskir sjóðir keyptu skuldabréf flugfélagsins ásamt bandarískum fjármálarisa.
Ísland leikur tvo lykilleiki á vegferð sinni í átt til þess að komast í undankeppni EM 2021 í handbolta karla þegar liðið leikur við Norður-Makedóníu heima og að heiman. Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld.
Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær.
Meiri samhæfing á milli íslensku bankanna og notkun gervigreindar getur stóreflt varnir gegn peningaþvætti að sögn sérfræðings.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB.
Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8.
Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir að erlend verkefni hafi vegið upp á móti samdrætti innanlands.
Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars.
Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn.
Popúlismi hefur farið vaxandi á Vesturlöndum eftir alþjóðlegu efnahagskreppuna 2008. Svo vaxandi er hún að forseti Bandaríkjanna tilheyrir m.a.s. þeim hópi.
Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar.
Deilt var harkalega um áhrif kaupa Haga á Olís og N1 á Festi í viðræðum félaganna við Samkeppniseftirlitið. Eftirlitið taldi á einum tímapunkti að forsendur sáttaviðræðna í máli N1 og Festar brystu.
Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, er kominn í hóp stærstu hluthafa Kviku banka með ríflega 1,1 prósents hlut.
Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki.
Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun.
Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands.
Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk.
Í auglýsingaflóðinu fyrir jólin vöktu athygli auglýsingar í sjónvarpi og blöðum frá álverum Alcoa og Norðuráli, sem auglýstu grænasta ál í heimi og annað í þeim dúr.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað, með samþykki ríkisstjórnarinnar, þar sem hann leggur til tvær breytingar á frumvarpi til breytinga á lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.
Nær lygilegur viðsnúningur efnahagslífsins hófst í ársbyrjun 2011. Frá þeim tíma hefur hagkerfið vaxið um þriðjung, þjóðhagslegur sparnaður fjórfaldast og hrein erlend staða þjóðarbúsins tekið snarpa beygju upp á við.
Bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor, sem rekur stærsta ferðavef heims, greiddi 23 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 2,7 milljörðum króna, fyrir allt hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun á síðasta ári.
Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi.
Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans.
Tilkynnt var um 27 lyfjanauðganir í fyrra þar sem brotaþola var byrluð ólyfjan og 23 hópnauðganir þar sem gerendur voru fleiri en einn.
Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar.
Formaður Afstöðu segir erfitt fyrir að fara úr svarta hagkerfinu þegar maður er á annað borð kominn þar inn.
Draumur Sverris Gauta Svavarssonar hefur ætíð verið að verða leikari. Í honum blundaði dansari en sökum feimni skorti hann kjark til að dansa við stelpur. Nú snýr hann ballerínum og getur vart gert upp á milli leiklistar og dans.
Martin Hermannsson verður í stóru hlutverki hjá Alba Berlin sem mætir Valencia í úrslitum Evrópubikarsins í körfubolta. Einvígið hefst í dag en hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að hampa titlinum.