Óvissunni var eytt um framtíð Hannesar Þórs Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira