Kyrrsetning flugvélar varpar ljósi á ósanngirni í boði ríkisins Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun