Ekki verður fjölgað í Landsrétti í bili Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2019 08:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra frá því í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira