Telja væntar endurheimtur 15 prósent Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira