

Neytendur
Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna
Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt.

Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6 prósent milli mánaða. Er verðbólga því 7,9 prósent á ársgrundvelli og hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða.

Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík
Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír.

Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar
Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu.

Sante hafi veitt viðskiptavinum rangar upplýsingar
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir.

Fagnar ívilnunum sem verði brátt barn síns tíma
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar ívilnunum sem veita á einstaklingum og fyrirtækjum vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum frá og með áramótum. Slíkar ívilnanir verði þó brátt barn síns tíma.

Innkalla Smákökudeig Evu Laufeyjar vegna pekanhneta
Myllan innkallar smákökudeig sem framleitt er undir nafni Evu Laufeyjar. Hluti framleiðslunnar var merktur sem súkkulaðideig en inniheldur deig með trönuberjum og pekanhnetur, sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur.

Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað
Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum.

Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt
Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti.

Íslandsbanki hækkar vexti um allt að 0,8 prósentustig
Íslandsbanki mun hækka vexti á inn- og útlánum frá og með mánudegi. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka mest, eða um 0,8 prósentustig.

Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska
Manni nokkrum sem var að versla í Krónunni á dögunum var brugðið þegar hann skoðaði verðmiðann á íslensku lambakjöti. 5,999 krónur kílóið en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara.

Brutu lög með því að dreifa kynlífstækjum um húsið
Kynlífstækjaversluninni Blush hefur verið gerð 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Auglýsingastofan Pipar hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin í fyrra.

Icelandair gert að greiða farþega skaðabætur vegna yfirbókunar
Icelandair var gert að greiða farþega skaðabætur upp á tæplega 37 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði Samgöngustofu vegna þess að félagið hafði neitað honum um far, sem hann hafði þegar bókað, á brottfarardegi.

Kattakona nefndi nasista í kröfu sinni um bætur frá Icelandair
Viðskiptavinur Icelandair sem ætlaði að ferðast með kött yfir Atlantshafið fær engar skaðabætur eftir að hafa verið hafnað að ferðast með dýrið. Viðskiptavinurinn ávarpaði fulltrúa Samgöngustofu sem nasista.

Vara viðskiptavini við svikapóstum frá island.is
Svikapóstar hafa borist viðskiptavinum Íslandsbanka í nafni island.is. Bankinn hefur varað viðskiptavini við þessum skilaboðum.

Mjólk í drykknum en ekki merkingu
Drykkurinn HELL ICE Coffee Coconut hefur verið innkallaður. Mjólk var ekki merkt sem innihaldsefni, en er eitt þeirra.

„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega
Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar.

Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni
Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur.

Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót
Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025.

Stefna á verðhækkun hjá Netflix
Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.

Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur
Tryggja þarf aukið eftirlit á bankamarkaði til að tryggja aukna samkeppni. Þetta kom fram í morgun á málþingi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna. Formaður Neytendasamtakanna segir innlenda greiðslumiðlun mikilvæga í þessu tilliti.

Bein útsending: Íslenska bankakerfið - okur eða almannahagur?
ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna sem stendur milli klukkan 8:30 og 10:30.

Ekki lengur hægt að kaupa bensín á Litlu kaffistofunni
Hætt hefur verið að selja bensín á Litlu kaffistofunni á Sandskeiði. Rúmlega 63 ára sögu bensínsölu þar er því lokið.

Fimmtán þúsund kall fyrir að svindla sér í strætó
Nýjar reglur Strætó bs. um fargjaldaálag tóku gildi í mánuðinum. Í þeim felst fargjaldaálag upp á allt að 15 þúsund krónur, sem leggja má á farþega sem ekki geta sýnt fram á að hafa greitt fyrir strætóferðina.

Vivaldi bítur í Eplið
Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina
Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin.

Verðbólgan mælist átta prósent
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2023 er 599,9 stig og hækkar um 0,35 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,18 prósent.

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent
Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra.

Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu
Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Verð lyfseðilsskyldra lyfja hækkar um mánaðamót
Verð lyfseðilsskyldra lyfja mun hækka um næstu mánaðamót. Smásöluálagnin hækkar um 3,6 prósent miðað við heildarsmásöluálagningu árið 2022.