Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Forsvarsmenn Samkaupa segja um einstakt dæmi að ræða. Vísir/Vilhelm Óheppinn viðskiptavinur Nettós var rukkaður um 542 þúsund krónur fyrir 380 grömm af hreindýrakjöti á sjálfsafgreiðslukassa. Að sögn forsvarsmanna Nettó má rekja þetta til þess að rétt strikamerki hafi dottið af vörunni og erlent strikamerki skannað þess í stað. „Ég ætlaði bara að greiða, rak svo augun í töluna, ég var ekki alveg með þessa hálfu milljón inni á kortinu,“ segir Gunnar Georgsson hlæjandi í samtali við Vísi en hann var staddur á sjálfsafgreiðslukassa í Nettó í Mjódd þegar atvikið átti sér stað. Hann vakti athygli á mistökunum með mynd á Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. „Þannig ég kallaði bara í starfsmann og sagði honum að ég ætti tæplega efni á þessu. Hann var auðvitað bara starfsmaður á plani og gat ekki útskýrt hvað hefði gerst,“ segir Gunnar. Hann segir í færslu sinni að honum hafi einfaldlega þótt þetta of fyndið til að deila þessu ekki og fundist rétt að minna fólk á að kíkja á upphæðina áður en kortinu er hent upp að posanum. Viðskiptavinurinn var fljótur að vekja athygli starfsmanns á ruglingnum. Engir viðskiptavinir ofrukkaðir fyrir hreindýrið „Það sem gerðist í þessu tilfelli er að strikamerkið frá innlendum birgja hefur dottið af vörunni og það skannast þarna rangt erlent strikamerki,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar-og mannauðssviðs hjá Samkaupum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir strikamerkið hafa verið með ranga talnarunu fyrir kerfi Nettó og með forskráða þyngd upp á 0,378 kíló en í erlendu rununni er tölustafurinn 9 á röngum stað og því kemur að sögn Gunnu upp 90 og svo 378 grömm. „Það ætti því ekki neinn að hafa slegið neitt vitlaust inn, hvorki starfsmaður né viðskiptavinur, og vogirnar okkar eru löggildar og eiga að vigta allt rétt. En þarna eru mistökin að strikamerkið sem límt hefur verið á vöruna af okkar birgja hefur fallið af og hefði í raun átt að koma villa á kassann en hann las þetta bara sem ranga þyngd í staðin. Við höfum komið í veg fyrir að þetta geti átt sér stað aftur í okkar tölvukerfum.“ Gunnur tekur fram að miðað við birgjastöðu verslana þá hafi varan ekki farið rangt í gegnum kerfið hjá Nettó. Enginn viðskiptavinur hafi þannig verið ofrukkaður fyrir vöruna, sem sagt hreindýra innlæri. Um sé að ræða algjört einsdæmi og hafa engar frekari ábendingar um sambærileg mál borist. Verslun Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
„Ég ætlaði bara að greiða, rak svo augun í töluna, ég var ekki alveg með þessa hálfu milljón inni á kortinu,“ segir Gunnar Georgsson hlæjandi í samtali við Vísi en hann var staddur á sjálfsafgreiðslukassa í Nettó í Mjódd þegar atvikið átti sér stað. Hann vakti athygli á mistökunum með mynd á Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. „Þannig ég kallaði bara í starfsmann og sagði honum að ég ætti tæplega efni á þessu. Hann var auðvitað bara starfsmaður á plani og gat ekki útskýrt hvað hefði gerst,“ segir Gunnar. Hann segir í færslu sinni að honum hafi einfaldlega þótt þetta of fyndið til að deila þessu ekki og fundist rétt að minna fólk á að kíkja á upphæðina áður en kortinu er hent upp að posanum. Viðskiptavinurinn var fljótur að vekja athygli starfsmanns á ruglingnum. Engir viðskiptavinir ofrukkaðir fyrir hreindýrið „Það sem gerðist í þessu tilfelli er að strikamerkið frá innlendum birgja hefur dottið af vörunni og það skannast þarna rangt erlent strikamerki,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar-og mannauðssviðs hjá Samkaupum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir strikamerkið hafa verið með ranga talnarunu fyrir kerfi Nettó og með forskráða þyngd upp á 0,378 kíló en í erlendu rununni er tölustafurinn 9 á röngum stað og því kemur að sögn Gunnu upp 90 og svo 378 grömm. „Það ætti því ekki neinn að hafa slegið neitt vitlaust inn, hvorki starfsmaður né viðskiptavinur, og vogirnar okkar eru löggildar og eiga að vigta allt rétt. En þarna eru mistökin að strikamerkið sem límt hefur verið á vöruna af okkar birgja hefur fallið af og hefði í raun átt að koma villa á kassann en hann las þetta bara sem ranga þyngd í staðin. Við höfum komið í veg fyrir að þetta geti átt sér stað aftur í okkar tölvukerfum.“ Gunnur tekur fram að miðað við birgjastöðu verslana þá hafi varan ekki farið rangt í gegnum kerfið hjá Nettó. Enginn viðskiptavinur hafi þannig verið ofrukkaður fyrir vöruna, sem sagt hreindýra innlæri. Um sé að ræða algjört einsdæmi og hafa engar frekari ábendingar um sambærileg mál borist.
Verslun Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira