Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:36 Raforkuverð hækkaði um 8,4 prósent að raunvirði síðasta árið. Vísir/Vilhelm Rafmagnsverð hækkaði um 13,2 prósent á síðustu tólf mánuðum. Það er mesta hækkun síðan 2011. Á sama tíma og verðbólga hefur hjaðnað hefur raforkuverð hækkað, um 8,4 prósent að raunvirði. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal
Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira