Konfektið í hæstu hæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 20:02 Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir konfektið verða dýrt um jólin. Vísir/Einar Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“ Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“
Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira