Konfektið í hæstu hæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 20:02 Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir konfektið verða dýrt um jólin. Vísir/Einar Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“ Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira
Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“
Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira