Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun