Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 12:07 Hinrik hjá Nóa Siríus og Pétur Thor hjá Freyju heyja samkeppni í desember þegar Íslendingar gúffa í sig konfekti. Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn. Verðlagseftirlit ASÍ vakti athygli á því í vikunni að verð á súkkulaði hjá Nóa Siríus hefði hækkað langmest af öllum vörum í nýrri samantekt eftirlitsins. Verðhækkun Nóa Siríus nam tæpum 23 prósentum en verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og sjö prósent hjá Góa Lindu. Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus, sagði í viðtali við fréttastofu að gríðarlegri verðhækkun á kakói, sem súkkulaði er unnið úr, væri um að kenna. „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ sagði Hinrik. Hann áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ sagði Hinrik. Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, segist knúinn til að tjá sig vegna þessara ummæla samkeppnisaðila. „Upp hefur sprottið umræða vegna athugasemda frá íslenskum sælgætisframleiðanda þess efnis að hann sé sá eini sem framleiði íslenskt konfekt sem er rangt. Sama fyrirtæki hefur einnig ýjað að því að notkun á súkkulaðilíki í súkkulaðiframleiðslu sé orðið mjög algengt,“ segir Pétur. „Eftir minni bestu vitneskju, er allt konfekt frá íslenskum framleiðendum framleitt á Íslandi. Súkkulaði frá Freyju er hágæða íslensk framleiðsla. Allt konfekt og allt súkkulaði sem Freyja selur yfirhöfuð er framleitt í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi. Frá stofnun fyrirtækisins, árið 1918, höfum við notast við sömu uppskrift og einvörðungu notað bestu fáanlegu hráefni, þ.m.t. kakómassa.“ Freyja hafi í fyrra endurvakið aldagamla arfleifð og hafið á ný framleiðslu á konfekti. „Við byggjum konfektgerðina okkar á gömlum uppskriftum og framleiðslu aðferðum. Undanfarið höfum við þróað skemmtilegar nýjungar á borð við piparkökumola og Yuzu-chilli-lime mola sem hafa fengið fráfærar viðtökur og Íslendingum finnst þetta skemmtileg nýjung í konfekt flóruna.“ Góa-Linda tekur undir með Freyju Góa-Linda segir sömuleiðis í tilkynningu að fullyrðing Nóa Siríus sé kolröng. Góa-Linda framleiði allt súkkulaði, lakkrís og kex í verksmiðju sinni í Garðahrauni og hafi gert í áratugi. „Við erum afar stolt af okkar íslensku framleiðsluhefð sem nær allt aftur til ársins 1968, þegar Góa hóf starfsemi sína með einni karamelluvél. Hraun, sem allir Íslendingar þekkja, hefur verið flaggskip okkar allar götur síðan. Vegna rangra staðhæfinga keppinauta á markaði höfum við fengið símtöl frá tryggum viðskiptavinum sem vilja fullvissa sig um þetta. Við erum með íslenskt sælgæti út í gegn,“ segir Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu. Árið 1993 sameinuðust Góa í Hafnarfirði og Linda á Akureyri, „tvær ástsælar sælgætisgerðir“ sem hafi djúpar rætur í íslenskri menningu. Árið 2002 var rekstur lakkrísgerðarinnar Drift sf. einnig keyptur inn í Góu-Lindu, sem markaði nýjan kafla í sögu fyrirtækisins. „Það er mikilvægt að halda réttum staðreyndum á lofti. Við hjá Góu-Lindu leggjum mikla áherslu á að halda framleiðslunni íslenskri og styðja við íslenskan vinnumarkað og samfélag. Við munum áfram leggja áherslu á gæði og sanngjarnt verð fyrir viðskiptavini okkar sem gera sér glaðan dag með uppháhaldsnamminu sínu.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Góu-Lindu. Matur Verðlag Sælgæti Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ vakti athygli á því í vikunni að verð á súkkulaði hjá Nóa Siríus hefði hækkað langmest af öllum vörum í nýrri samantekt eftirlitsins. Verðhækkun Nóa Siríus nam tæpum 23 prósentum en verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og sjö prósent hjá Góa Lindu. Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus, sagði í viðtali við fréttastofu að gríðarlegri verðhækkun á kakói, sem súkkulaði er unnið úr, væri um að kenna. „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ sagði Hinrik. Hann áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ sagði Hinrik. Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, segist knúinn til að tjá sig vegna þessara ummæla samkeppnisaðila. „Upp hefur sprottið umræða vegna athugasemda frá íslenskum sælgætisframleiðanda þess efnis að hann sé sá eini sem framleiði íslenskt konfekt sem er rangt. Sama fyrirtæki hefur einnig ýjað að því að notkun á súkkulaðilíki í súkkulaðiframleiðslu sé orðið mjög algengt,“ segir Pétur. „Eftir minni bestu vitneskju, er allt konfekt frá íslenskum framleiðendum framleitt á Íslandi. Súkkulaði frá Freyju er hágæða íslensk framleiðsla. Allt konfekt og allt súkkulaði sem Freyja selur yfirhöfuð er framleitt í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi. Frá stofnun fyrirtækisins, árið 1918, höfum við notast við sömu uppskrift og einvörðungu notað bestu fáanlegu hráefni, þ.m.t. kakómassa.“ Freyja hafi í fyrra endurvakið aldagamla arfleifð og hafið á ný framleiðslu á konfekti. „Við byggjum konfektgerðina okkar á gömlum uppskriftum og framleiðslu aðferðum. Undanfarið höfum við þróað skemmtilegar nýjungar á borð við piparkökumola og Yuzu-chilli-lime mola sem hafa fengið fráfærar viðtökur og Íslendingum finnst þetta skemmtileg nýjung í konfekt flóruna.“ Góa-Linda tekur undir með Freyju Góa-Linda segir sömuleiðis í tilkynningu að fullyrðing Nóa Siríus sé kolröng. Góa-Linda framleiði allt súkkulaði, lakkrís og kex í verksmiðju sinni í Garðahrauni og hafi gert í áratugi. „Við erum afar stolt af okkar íslensku framleiðsluhefð sem nær allt aftur til ársins 1968, þegar Góa hóf starfsemi sína með einni karamelluvél. Hraun, sem allir Íslendingar þekkja, hefur verið flaggskip okkar allar götur síðan. Vegna rangra staðhæfinga keppinauta á markaði höfum við fengið símtöl frá tryggum viðskiptavinum sem vilja fullvissa sig um þetta. Við erum með íslenskt sælgæti út í gegn,“ segir Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu. Árið 1993 sameinuðust Góa í Hafnarfirði og Linda á Akureyri, „tvær ástsælar sælgætisgerðir“ sem hafi djúpar rætur í íslenskri menningu. Árið 2002 var rekstur lakkrísgerðarinnar Drift sf. einnig keyptur inn í Góu-Lindu, sem markaði nýjan kafla í sögu fyrirtækisins. „Það er mikilvægt að halda réttum staðreyndum á lofti. Við hjá Góu-Lindu leggjum mikla áherslu á að halda framleiðslunni íslenskri og styðja við íslenskan vinnumarkað og samfélag. Við munum áfram leggja áherslu á gæði og sanngjarnt verð fyrir viðskiptavini okkar sem gera sér glaðan dag með uppháhaldsnamminu sínu.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Góu-Lindu.
Matur Verðlag Sælgæti Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03