
Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“
FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins.