Á síðustu leiktíð vörðu Norðmaðurinn Simen Kjellevold og Aron Snær Friðriksson mark KR en þeir eru báðir farnir frá félaginu.
Smit var einnig í sigti nýliða Vestra en hefur nú valið KR sem verður fjórða íslenska liðið sem hann spilar fyrir.
Smit, sem er 28 ára gamall, lék fyrst á Íslandi sumarið 2020 með Leikni Reykjavík og var þar í tvö ár en fór svo til Vals þar sem hann spilaði sumarið 2022. Hann var svo að láni hjá ÍBV á síðustu leiktíð en varð samningslaus í vetur.
Smit fær leikheimild með KR á morgun og verður því gjaldgengur með liðinu í Lengjubikarnum á fimmtudagskvöld þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöll. Hinn tvítugi Sigurpáll Sören Ingólfsson hefur varið mark KR-inga í vetur.