Fótboltafólk vill fjögurra vikna sumarfrí: „Lítið að frétta í júlí hvort eð er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 07:31 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, vill fá umræðu í gang og að raddir leikmanna fái að heyrast við ákvörðunartöku. Vísir/Einar Forseti Leikmannasamtaka Íslands segir að meirihluti leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilji sumarfrí yfir hásumarið. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar. Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira