Fótboltafólk vill fjögurra vikna sumarfrí: „Lítið að frétta í júlí hvort eð er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 07:31 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, vill fá umræðu í gang og að raddir leikmanna fái að heyrast við ákvörðunartöku. Vísir/Einar Forseti Leikmannasamtaka Íslands segir að meirihluti leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilji sumarfrí yfir hásumarið. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar. Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira