„Sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2024 09:00 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í haust. Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Gísli Eyjólfsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið Breiðablik og freistar gæfunnar í atvinnumennsku með Halmstad í Svíþjóð. Hann þakkar unnustunni traustið og segir verkefnið tikka í öll box. Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sjá meira
Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sjá meira