KSÍ hvetur félög að passa það að konurnar fái líka að mæta á þingið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:01 Vanda Sigurgeirsdóttir er að hætta sem formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram seinna í þessum mánuði og sambandið telur ástæðu til þess að hvetja félög sína til að huga að kynjaskiptingu við val sitt á þingfulltrúum. Ástæðan er að konur hafa verið í miklum minnihluta á síðustu ársþingum sambandsins. Staðan er að lagast en það má gera miklu betur. Á ársþingi KSÍ árið 2022 að Ásvöllum í Hafnarfirði voru konur aðeins 20 prósent þingfulltrúa en á þinginu á Ísafirði í fyrra var hlutfallið 28 prósent. Alls eiga 148 fulltrúar frá aðildarfélögum KSÍ rétt á þingsetu á komandi þingi. Það jákvæða við það var að í tvö ár í röð var veruleg fjölgun kvenna sem voru þingfulltrúar og fá aðildarfélög hrós frá KSÍ fyrir það. Í átaksverkefni KSÍ "Konur í fótbolta" kom fram að þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að leyfa konunum líka að koma á þingið og sambandið sér árangur í þeirri baráttu. „Það er því sérstaklega ánægjulegt að sjá að kvenkyns þingfulltrúum á knattspyrnuþingum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin eftir árlega hvatningu frá forystu KSÍ til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu sinna fulltrúa á ársþingum, segir í frétt á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hvetur þar aðildarfélög til að huga áfram vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 78. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 24. febrúar næstkomandi í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík. KSÍ Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Ástæðan er að konur hafa verið í miklum minnihluta á síðustu ársþingum sambandsins. Staðan er að lagast en það má gera miklu betur. Á ársþingi KSÍ árið 2022 að Ásvöllum í Hafnarfirði voru konur aðeins 20 prósent þingfulltrúa en á þinginu á Ísafirði í fyrra var hlutfallið 28 prósent. Alls eiga 148 fulltrúar frá aðildarfélögum KSÍ rétt á þingsetu á komandi þingi. Það jákvæða við það var að í tvö ár í röð var veruleg fjölgun kvenna sem voru þingfulltrúar og fá aðildarfélög hrós frá KSÍ fyrir það. Í átaksverkefni KSÍ "Konur í fótbolta" kom fram að þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að leyfa konunum líka að koma á þingið og sambandið sér árangur í þeirri baráttu. „Það er því sérstaklega ánægjulegt að sjá að kvenkyns þingfulltrúum á knattspyrnuþingum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin eftir árlega hvatningu frá forystu KSÍ til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu sinna fulltrúa á ársþingum, segir í frétt á heimasíðu KSÍ. Stjórn KSÍ hvetur þar aðildarfélög til að huga áfram vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 78. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 24. febrúar næstkomandi í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík.
KSÍ Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira