ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. ÍA 1995 lenti í 4. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Skipta má tímabilinu 1995 hjá ÍA upp í tvennt. Aðalleikarinn fyrir hlé var Óli Þórðar og aðalleikarinn eftir hlé var Arnar Gunnlaugs. Og myndin var eins ólík eins og þeir félagar. Fyrir hlé, skyr og massi; eftir hlé töfrar og fantasía. Fyrir hlé réði raunsæið ríkjum, eftir hlé rómantíkin. Fyrir hlé leiddi jaxlinn Óli harðgert Skagalið áfram milli þess sem hann keyrði trukkinn. Eftir hlé var svo komið að fagurhærða listamanninum Arnari sem skoraði, skoraði og skoraði svo meira, alls fimmtán mörk í sjö leikjum eins og frægt er orðið. grafík/sara En það er kannski ósanngjarnt að „smætta“ Ólaf niður í hlutverk harðjaxlsins. Gaurinn var frábær fótboltamaður og hefði ekki verið að spila á Íslandi á þessum tíma ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. Og hann spilaði aldrei betur en tímabilið 1995. Fyrir það missti ÍA Mihajlo Bibercic, markakónginn 1994, til KR og fékk í staðinn Dejan Stojic. Hann var ágætur til síns brúks en enginn Mikki. Þá þurfti að finna aðrar lausnir og þær fann Logi Ólafsson, nýr þjálfari ÍA. Að norskum sið lét hann Skagamenn spila 4-3-3 með Ólaf fremstan á miðjunni. Og þar blómstraði hann og fyrri hluta tímabilsins 1995 var gamli Scania trukkurinn eins og Ferrari sportbíll. Skagamenn unnu fyrstu tíu leiki sína í deildinni með markatölunni 20-3. Ólafur skoraði sex mörk í þessum fyrstu tíu leikjum og hinum megin á vellinum hleypti Skagavörnin engum í gegn. Og ef það gerðist bjargaði Þórður Þórðarson ÍA. Hann tók við markvarðarstöðunni af Kristjáni Finnbogasyni og fékk aðeins fjórtán mörk á sig í fyrstu 27 deildarleikjunum með ÍA og hélt sextán sinnum hreinu í þeim. grafík/sara Árið 1995 var ár endurkomunnar. Michael Jordan sneri aftur á körfuboltavöllinn eftir að hafa leikið sér í hafnabolta en hér heima sneru tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir heim eftir dvöl hjá Feyenoord í Hollandi. Arnar beið ekki boðanna og skoraði þrennu í fyrsta leiknum eftir heimkomuna, 8-2 sigri á Keflavík. Þessi leikur gaf tóninn fyrir seinni hluta tímabilsins hjá ÍA. Liðið skoraði miklu meira en var brothættara baka til. Skagamenn héldu aðeins einu sinni hreinu eftir að tvíburarnir komu en skoruðu þrjátíu mörk í sjö leikjum. Koma tvíburanna virtist raska jafnvæginu í Skagaliðinu aðeins og eftir tólf sigra í röð gerði það jafntefli við Leiftur í 13. umferð. Í næsta leik þar á eftir töpuðu Skagamenn svo fyrir KR-ingunum hans Guðjóns Þórðarsonar. ÍA var samt með mjög góðan stuðpúða og þrátt fyrir tapið í Vesturbænum var liðið samt með níu stiga forskot. Og Skagamenn kláruðu tímabilið með stæl, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 15-3. grafík/sara Arnar tryggði sér markakóngstitilinn, í annað sinn á fjórum árum, með þrennu gegn ÍBV í lokaumferðinni. Hann endaði með fimmtán mörk í aðeins sjö leikjum; vart trúanleg tölfræði. Arnar var alltof, alltof, alltof góður fyrir íslensku deildina og sýndi það og sannaði með markaflóðinu. Ekki nóg með að hann væri bestur inni á vellinum, heldur var hann líka hálfgert goð utan vallar, deitaði ungfrú Ísland og lék í auglýsingum. Og svo var hann auðvitað með þetta glæsilega fax á meðan Bjarki var á undan kúrvunni og rakaði allt af. ÍA 1995 algjört yfirburðalið í deildinni, vann hana með 49 stigum af 54 mögulegum og markatölunni 50-15. En gengið í öðrum keppnum setur smá skán á afrekaskrána. ÍA tapaði fyrir falliði Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar og U-23 ára lið ÍA, sem var örugglega með bestu liðum landsins, tapaði einnig í sömu umferð, fyrir U-23 ára liði Þórs. Til glöggvunar má sjá byrjunarlið U-23 ára liðs með því að smella hér. Svo er það Raith Rovers en hörðustu Skagamenn fá hroll þegar þeir heyra nafn skoska liðsins nefnt. Heimaleikurinn gegn því situr eflaust enn í Skagamönnum sem óðu í færum en tókst ekki að annað markið sem hefði tryggt þeim farseðilinn í næstu umferð og leiki gegn Bayern München. Það hefði sett punktinn fyrir aftan sumar sem stefndi í að vera fullkomið en varð frábært. Skagaliðið 1995 hafði allt að bera og mannskapurinn var kannski sá besti sem ÍA hefur haft á að skipa fyrr eða síðar. Og í deildinni sýndu Skagamenn mátt sinn og megin, jöfnuðu stigametið frá 1993 og voru alltaf á toppnum. Þeir voru einfaldlega langbestir, sama hver var við stýrið. Besta deild karla ÍA 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn
ÍA 1995 lenti í 4. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Skipta má tímabilinu 1995 hjá ÍA upp í tvennt. Aðalleikarinn fyrir hlé var Óli Þórðar og aðalleikarinn eftir hlé var Arnar Gunnlaugs. Og myndin var eins ólík eins og þeir félagar. Fyrir hlé, skyr og massi; eftir hlé töfrar og fantasía. Fyrir hlé réði raunsæið ríkjum, eftir hlé rómantíkin. Fyrir hlé leiddi jaxlinn Óli harðgert Skagalið áfram milli þess sem hann keyrði trukkinn. Eftir hlé var svo komið að fagurhærða listamanninum Arnari sem skoraði, skoraði og skoraði svo meira, alls fimmtán mörk í sjö leikjum eins og frægt er orðið. grafík/sara En það er kannski ósanngjarnt að „smætta“ Ólaf niður í hlutverk harðjaxlsins. Gaurinn var frábær fótboltamaður og hefði ekki verið að spila á Íslandi á þessum tíma ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. Og hann spilaði aldrei betur en tímabilið 1995. Fyrir það missti ÍA Mihajlo Bibercic, markakónginn 1994, til KR og fékk í staðinn Dejan Stojic. Hann var ágætur til síns brúks en enginn Mikki. Þá þurfti að finna aðrar lausnir og þær fann Logi Ólafsson, nýr þjálfari ÍA. Að norskum sið lét hann Skagamenn spila 4-3-3 með Ólaf fremstan á miðjunni. Og þar blómstraði hann og fyrri hluta tímabilsins 1995 var gamli Scania trukkurinn eins og Ferrari sportbíll. Skagamenn unnu fyrstu tíu leiki sína í deildinni með markatölunni 20-3. Ólafur skoraði sex mörk í þessum fyrstu tíu leikjum og hinum megin á vellinum hleypti Skagavörnin engum í gegn. Og ef það gerðist bjargaði Þórður Þórðarson ÍA. Hann tók við markvarðarstöðunni af Kristjáni Finnbogasyni og fékk aðeins fjórtán mörk á sig í fyrstu 27 deildarleikjunum með ÍA og hélt sextán sinnum hreinu í þeim. grafík/sara Árið 1995 var ár endurkomunnar. Michael Jordan sneri aftur á körfuboltavöllinn eftir að hafa leikið sér í hafnabolta en hér heima sneru tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir heim eftir dvöl hjá Feyenoord í Hollandi. Arnar beið ekki boðanna og skoraði þrennu í fyrsta leiknum eftir heimkomuna, 8-2 sigri á Keflavík. Þessi leikur gaf tóninn fyrir seinni hluta tímabilsins hjá ÍA. Liðið skoraði miklu meira en var brothættara baka til. Skagamenn héldu aðeins einu sinni hreinu eftir að tvíburarnir komu en skoruðu þrjátíu mörk í sjö leikjum. Koma tvíburanna virtist raska jafnvæginu í Skagaliðinu aðeins og eftir tólf sigra í röð gerði það jafntefli við Leiftur í 13. umferð. Í næsta leik þar á eftir töpuðu Skagamenn svo fyrir KR-ingunum hans Guðjóns Þórðarsonar. ÍA var samt með mjög góðan stuðpúða og þrátt fyrir tapið í Vesturbænum var liðið samt með níu stiga forskot. Og Skagamenn kláruðu tímabilið með stæl, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 15-3. grafík/sara Arnar tryggði sér markakóngstitilinn, í annað sinn á fjórum árum, með þrennu gegn ÍBV í lokaumferðinni. Hann endaði með fimmtán mörk í aðeins sjö leikjum; vart trúanleg tölfræði. Arnar var alltof, alltof, alltof góður fyrir íslensku deildina og sýndi það og sannaði með markaflóðinu. Ekki nóg með að hann væri bestur inni á vellinum, heldur var hann líka hálfgert goð utan vallar, deitaði ungfrú Ísland og lék í auglýsingum. Og svo var hann auðvitað með þetta glæsilega fax á meðan Bjarki var á undan kúrvunni og rakaði allt af. ÍA 1995 algjört yfirburðalið í deildinni, vann hana með 49 stigum af 54 mögulegum og markatölunni 50-15. En gengið í öðrum keppnum setur smá skán á afrekaskrána. ÍA tapaði fyrir falliði Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar og U-23 ára lið ÍA, sem var örugglega með bestu liðum landsins, tapaði einnig í sömu umferð, fyrir U-23 ára liði Þórs. Til glöggvunar má sjá byrjunarlið U-23 ára liðs með því að smella hér. Svo er það Raith Rovers en hörðustu Skagamenn fá hroll þegar þeir heyra nafn skoska liðsins nefnt. Heimaleikurinn gegn því situr eflaust enn í Skagamönnum sem óðu í færum en tókst ekki að annað markið sem hefði tryggt þeim farseðilinn í næstu umferð og leiki gegn Bayern München. Það hefði sett punktinn fyrir aftan sumar sem stefndi í að vera fullkomið en varð frábært. Skagaliðið 1995 hafði allt að bera og mannskapurinn var kannski sá besti sem ÍA hefur haft á að skipa fyrr eða síðar. Og í deildinni sýndu Skagamenn mátt sinn og megin, jöfnuðu stigametið frá 1993 og voru alltaf á toppnum. Þeir voru einfaldlega langbestir, sama hver var við stýrið.
Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01