Eggert Gunnþór á heimleið: „Búa til almennilegt fótboltalið þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Eggert Gunnþór Jónsson fagnar sigri FH-liðsins á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA í sumar, næstum tveimur áratugum frá því að hann lék síðast fyrir austan. Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust. Fjarðabyggð Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust.
Fjarðabyggð Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira