Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Zlatan táraðist á kveðju­stundinni

Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“

Freyr Alexanders­son þjálfari danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by, sem í gær vann krafta­verk sem tekið var eftir í Dan­mörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir af­rek gær­dagsins vera það stærsta á sínum þjálfara­ferli. Hann hafði á­vallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ó­mögu­legt.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli vann og endaði með níutíu stig

Napoli vann sigur í lokaleik sínum í Serie A á tímabilinu. Liðið er fyrir löngu síðan búið að tryggja sér ítalska meistaratitilinn en með sigrinum í dag náði Napoli níutíu stigum á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk er ítalskur bikarmeistari

Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag ítalskur bikarmeistari í knattspyrnu með félagsliði sínu Juventus. Dramatískt mark á lokametrum leiksins tryggði Juventus titilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Þögull sem gröfin í skugga þrá­látra sögu­sagna

Ange Postecoglou, knatt­spyrnu­stjóri skoska liðsins Celtic sem í gær tryggði sér þrennuna í Skot­landi, var þögull sem gröfin er hann var spurður út í fram­tíð sína hjá fé­laginu. Postecoglou er í­trekað orðaður við stjóra­stöðuna hjá Totten­ham.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór hefur leikið sinn síðasta leik í Sví­þjóð í bili

Arnór Sigurðs­son hefur leikið sinn síðasta leik fyrir IFK Norr­köping, í það minnsta í bili, en gult spjald sem hann fékk í tapi á heima­velli gegn Bromma­pojkarna í dag sér til þess að hann verður í leik­banni í síðasta leik Norr­köping fyrir sumar­frí í sænsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég verð ekkert rosalega stressuð“

Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð um Sveindísi Jane Jónsdóttur og eitt af því er hvað hún er svöl. Það er engin tilviljun að Wolfsburg nýtir hana til að kynna nýju treyjurnar sínar, og að hún hefur blómstrað í stórleikjum gegn Bayern München og Arsenal í vor. Og nú er komið að því að halda kúlinu í stærsta leik ársins.

Fótbolti