Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 10:50 Stefán Árni Geirsson lá óvígur eftir meiðslin í gær og mönnum var skiljanlega brugðið. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“ Besta deild karla KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“
Besta deild karla KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti