Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 10:50 Stefán Árni Geirsson lá óvígur eftir meiðslin í gær og mönnum var skiljanlega brugðið. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“ Besta deild karla KR Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Stefán Árni var orðinn afar spenntur fyrir tímabilinu í Bestu deildinni, sem hefst eftir viku, en eftir martröðina í Víkinni í gærkvöld er ólíklegt að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Meiðsli hans í gær, þegar hann fór úr ökklalið og braut auk þess bein, má sjá hér að neðan en eins og sjá má af viðbrögðum Gylfa Þórs Sigurðssonar og fleiri leikmanna sem voru þarna nálægt var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Það var ekki beinlínis nein huggun að horfa á andlitin á mönnum í kringum mig,“ segir Stefán Árni við Vísi í morgun. Klippa: Meiðsli Stefáns Árna „Ég fékk mann í mig, held að ég sé með allan þungann í fætinum og svo sparkar hann í hina löppina í snúningnum. Ég heyri og finn að ég brotna þarna niðri. Dett og hugsa: „Sjitt hvað gerðist hérna?“ Svo leit ég niður og þá er löppin í allt öðru „angle“ en hún ætti að vera,“ segir Stefán Árni. Strax var auglýst eftir lækni á svæðinu og segir Stefán Árni að kapp hafi verið lagt á að koma ökklanum í lið: „Það er víst mikilvægast í þessu öllu að kippa ökklanum í lið sem fyrst og þeir náðu því áður en við lögðum af stað upp á spítala. Það munaði öllu að vera aftur með „eðlilega“ löpp.“ Niðurstaðan á spítalanum var þó ekkert frábær. „Þetta kom ekkert sérstaklega vel út. Þetta var frekar ógeðslegt fyrst en svo náðu þeir að kippa mér í ökklalið í sjúkrabílnum, gerðu það geðveikt vel. En ég braut líka bein. Ég þarf því að fara í aðgerð. Þetta voru ekki beint góðar fréttir sem maður fékk þarna á spítalanum. Þetta geta verið 6 til 12 mánuðir. Það er samt það fallega í þessu, hvað fólk er misjafnlega lengi að jafna sig á þessu. Þetta fer eftir því hvað ég fer vel með mig. Núna er þetta í mínum höndum,“ segir Stefán Árni. Stefán Árni, sem hefði getað verið í afar stóru hlutverki á spennandi tímum hjá KR í sumar, er skiljanlega enn að melta niðurstöðuna en horfir líka til þess jákvæða: „Ég átta mig bara á því þegar þetta gerist hversu ríkur ég er af vinum. Ég var umkringdur góðu fólki í gær og svo komu vinir mínir til mín. Það er fullt annað í lífinu en fótbolti en ég hef vissulega aldrei verið jafn fókuseraður og núna. Ég var mjög spenntur fyrir þessu tímabili – ekkert annað planað í sumar og öll einbeitingin á þessu. Það var þungt en þannig á maður að lifa. Ef eitthvað slæmt gerist þá bara gerist það. Ég verð bara að vinna úr þessu og sjá björtu hliðarnar.“
Besta deild karla KR Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira