Dagur kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en þá hafði félagi hans Martín Ojeda skömmu áður jafnað metin úr vítaspyrnu.
Orlando fékk svo aukaspyrnu af ansi löngu færi, á 90. mínútu, og hana tók Kólumbíumaðurinn Luis Muriel. Hann lét vaða en þó að skotið væri ágætlega fast þá fór það beint á markvörð heimamanna, John McCarthy, sem missti boltann hins vegar klaufalega í markið.
The game-winner 🙌 pic.twitter.com/s7GH471WU7
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) March 30, 2025
Dagur og félagar gátu því fagnað vel í leikslok eins og til að mynda má sjá í myndbandinu hér að neðan, þar sem Dagur heyrist kalla „Vamos!“ eða „Áfram!“
EAST COAST > WEST COAST pic.twitter.com/qujXtCb5cd
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) March 30, 2025
Hinn 24 ára Dagur, sem einhverjir kölluðu eftir að fengi tækifæri í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar í leikjunum við Kósovó, hefur spilað alla sex leiki Orlando í deildinni á þessari leiktíð en þó aðeins einn í byrjunarliði.
Liðið hans er í 7. sæti af fimmtán liðum í austurdeildinni, með tíu stig úr sex leikjum, en LA Galaxy er næstneðst í vesturdeildinni.