Enski boltinn

Tug­þúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sjötíu ára bið stuðningsmanna Newcastle tók enda.
Sjötíu ára bið stuðningsmanna Newcastle tók enda. Ian Forsyth/Getty Images

Tugþúsundir fólks gengu um götur Newcastle í gær og fögnuðu deildarbikarnum, sem liðið vann í úrslitaleik gegn Liverpool á dögunum og endaði sjötíu ára bið stuðningsmanna eftir titli.

Þjálfarinn Eddie Howe var heiðraður sérstaklega þegar risavaxinn fáni með mynd af honum var frumsýndur fyrir utan heimavöllinn, St. James Park.

Fáninn var hengdur utan á Sandman hótelið, sem er beint á móti St. James Park. Stu Forster/Getty Images

„Ég get ekki þakkað ykkur nóg, öllum frá Newcastle. Þið hafið tekið svo vel á móti mér og minni fjölskyldu. Ég er svo glaður að geta glatt ykkur“ sagði Howe í ræðu sem hann flutti í rútunni sem keyrði leikmenn Newcastle um borgina.

Margir fóru í sitt fínasta púss. Ian Forsyth/Getty Images

Talið er að hátt í hundrað og fimmtíu þúsund manns hafi verið við skrúðgönguna, sem endaði á torgi við Town Moor garðinn. Þar kveiktu stuðningsmenn í svörtum og hvítum blysum, settu ABBA tónlist í tækið og skemmtu sér langt fram á nótt. Enda langt í næsta leik liðsins, gegn Brentford á miðvikudag. 

Sturluð stemning. Ian Forsyth/Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×