Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Aron Guðmundsson skrifar 30. mars 2025 10:33 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth um helgina en það kom á ögurstundu. PNEFC/Ian Robinson Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag. Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag.
Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira