Enski boltinn

Sjáðu Eze senda Palace í undan­úr­slit

Sindri Sverrisson skrifar
Eberechi Eze er kristinn maður eins og einkennisfagn hans sýnir.
Eberechi Eze er kristinn maður eins og einkennisfagn hans sýnir. Getty/Sebastian Frej

Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, með afar flottum 3-0 sigri gegn Fulham í Lundúnaslag á Craven Cottage. Mörkin má sjá á Vísi.

Eberechi Eze fullkomnaði draumaviku og var í aðalhlutverki í leiknum. Eftir að hafa skorað sitt fyrsta landsliðsmark fyrir England á mánudaginn þá kom Eze Palace yfir í dag með frábæru skoti í stöng og inn á 34. mínútu.

Ismaila Sarr skoraði örfáum mínútum síðar, eftir stoðsendingu frá Eze, og staðan var því afar vænleg fyrir Palace í hálfleik.

Það var svo Eddie Nketiah sem innsiglaði sigur Palace á 75. mínútu þegar hann rétt slapp við rangstöðu og skoraði einn gegn markverði úr nokkuð þröngu færi.

Síðdegis mætast Brighton og Nottingham Forest en á morgun spilar Stefán Teitur Þórðarson með Preston gegn Aston Villa og loks mætast Bournemouth og Manchester City.

Palace hefur nú unnið tíu af þrettán keppnisleikjum sínum á árinu 2025 og á enn möguleika á sínum stærsta titli í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×