„Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. Enski boltinn 5. júlí 2020 16:30
West Ham náði í mikilvægt stig West Ham er taplaust í síðustu tveimur leikjum eftir að liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Newcastle á útivelli. Enski boltinn 5. júlí 2020 15:10
Endurkoma hjá Jóhanni Berg í jafntefli á Turf Moor Burnley og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var liður í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 5. júlí 2020 13:00
Var hjá Everton í ellefu ár en Ancelotti vissi ekkert hver hann var | Myndband Luke Garbutt er 27 ára vinstri bakvörður sem fékk ekki áframhaldandi samning hjá Everton á dögunum en hann hafði verið hjá félagin í ellefu ár. Enski boltinn 5. júlí 2020 10:00
Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Enski boltinn 5. júlí 2020 08:00
Mikilvægur sigur Chelsea í Meistaradeildarbaráttunni Chelsea vann 3-0 sigur á Watford í síðasta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var liður í 33. umferðinni. Enski boltinn 4. júlí 2020 21:00
Saka og Lacazette skutu Arsenal upp í 7. sætið Arsenal vann góðan sigur í síðustu umferð eftir erfiða byrjun eftir kórónuveiruhléið en þeir heimsækja Wolves á Molineux-leikvanginn í dag. Enski boltinn 4. júlí 2020 18:20
Leeds færist nær og nær sæti í ensku úrvalsdeildinni Leeds United vann mikilvægan sigur gegn Blackburn í ensku 1. deildinni í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 3-1 útisigur Leeds. Enski boltinn 4. júlí 2020 16:35
Rauðu djöflarnir á fljúgandi siglingu og skoruðu fimm gegn Bournemouth Manchester United sigraði Bournemouth 5-2 í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu. Heldur betur fjör á Old Trafford. Enski boltinn 4. júlí 2020 16:00
Brighton með níu fingur á áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni Brighton sigraði Norwich í ensku úrvalsdeildinni núna í hádeginu og með sigrinum eru þeir nánast öruggir um áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 4. júlí 2020 13:20
City þarf ekki að leita langt eftir arftaka Sane Manchester City seldi Leroy Sane á dögunum til stórveldisins Bayern Munchen í Þýskalandi. Einhverjir hafa eflaust velt fyrir sér hvort City muni kaupa einhvern til að fylla skarð hans, en nú beinist athyglin að hinum unga Jayden Braaf sem leikur með unglingaliði City. Enski boltinn 4. júlí 2020 12:30
Meistaradeildarbaráttan: Hverjir eiga erfiðustu leikina eftir? Baráttan í ensku úrvalsdeildinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti ekki verið meira spennandi. Einungis þrjú stig skilja að Leicester sem eru í þriðja sæti og Wolves sem eru í því sjötta. Enski boltinn 4. júlí 2020 11:45
Manchester United væri á toppnum hefði tímabilið byrjað þegar Fernandes var keyptur | Arsenal í þriðja sæti Planet Football birtir stöðutöfluna í ensku úrvalsdeildinni ef einungis eru tekin með stig frá því Bruno spilaði sinn fyrsta leik fyrir United. Þá væru Rauðu djöflarnir efstir á markatölu en Úlfarnir í öðru sæti með jafnmörg stig, eða 18 stig. Enski boltinn 4. júlí 2020 10:00
Frétt um meiðsli Pogba og Bruno mögulega byggð á sandi Í gær birtist frétt víða um netheima þar sem greint var frá því að Paul Pogba og Bruno Fernandes hefðu meiðst á æfingu, þar á meðal hér á Vísi. Mögulegt er að fréttin hafi verið byggð á falsfrétt. Enski boltinn 4. júlí 2020 09:15
„Munum ekki gefa úrvalsdeildarleiki eins og jólagjafir“ Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann muni ekki gefa ungum leikmönnum úrvalsdeildarleiki eins og „jólagjafir“ þrátt fyrir að liðið hafi þegar tryggt sér meistaratitilinn. Enski boltinn 4. júlí 2020 07:00
Dagskráin í dag: Tekst Gróttu að skora sitt fyrsta mark gegn HK? KR fær Víkinga í heimsókn, Tórínóslagurinn og Pepsi Max tilþrifin Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Sport 4. júlí 2020 06:00
Jón Daði ekki í hóp þegar Millwall lagði Charlton Millwall sigraði Charlton í eina leik kvöldsins í ensku 1. deildinni. Jón Daði var ekki í leikmannahóp Millwall sem með sigrinum færðust nær umspilssæti. Enski boltinn 3. júlí 2020 21:20
Pogba og Bruno báðir meiddir eftir samstuð á æfingu Paul Pogba og Bruno Fernandes eru sagðir báðir hafa farið haltrandi af æfingu eftir að sá fyrrnefndi hljóp á þann síðarnefnda. Það væru skelfileg tíðindi fyrir Manchester United ef báðir þessir leikmenn verða lengi frá en þeir hafa spilað vel saman á miðjunni undanfarið. Enski boltinn 3. júlí 2020 20:30
Pogba áfram hjá Manchester United næstu árin? Paul Pogba er sagður ánægður á Old Trafford samkvæmt heimildum ESPN. Franski heimsmeistarinn hefur stöðugt verið orðaður frá Rauðu djöflunum síðan hann sagðist vilja nýja áskorun í júní 2019. United getur framlengt samning Pogba til ársins 2022 en eru sagðir eiga eftir að gera upp við sig hvort þeir vilji halda honum. Enski boltinn 3. júlí 2020 18:00
Jóhann Berg gæti leikið fyrsta deildarleikinn frá því á nýársdag Eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í rúmlega hálft ár gæti Jóhann Berg Guðmundsson snúið aftur í lið Burnley um helgina. Enski boltinn 3. júlí 2020 15:00
Sancho mun ekki koma í stað Sané Pep Guardiola hefur staðfest að Jadon Sancho muni ekki fylla skarð Leroy Sané. Sport 3. júlí 2020 12:30
Thiago fer líklega til Liverpool Eftir sjö ár hjá Bayern München er Thiago Alcantara tilbúinn að færa sig um set. Liverpool hefur áhuga á spænska landsliðsmanninum. Enski boltinn 3. júlí 2020 12:00
Trent rifjar upp samtalið við Klopp sem fékk mömmu hans til að gráta Trent Alexander-Arnold, varnarmaður Liverpool, segir að hann hafi verið í áfalli er Jurgen Klopp sagði við hann þremur klukkutímum fyrir leik gegn Manchester United í janúarmánuði 2017 að hann væri í byrjunarliðinu. Enski boltinn 3. júlí 2020 11:00
Segir að markið sem tekið var af Tottenham sé ein versta ákvörðun sem hann hefur séð Ekkert var meira rætt eftir 3-1 sigur Sheffield United á Tottenham í gærkvöldi heldur en markið sem VAR dæmdi af Tottenham í síðari hálfleik. Enski boltinn 3. júlí 2020 10:00
„Liverpool hefur drukkið marga bjóra í síðustu viku en voru með ekkert áfengi í blóðinu í gær“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að nýkrýndir enskir meistarar í Liverpool hafi drukkið nóg af bjór um síðustu helgi en það hafi ekkert áfengi verið í blóði þeirra í leik liðanna í gær. Enski boltinn 3. júlí 2020 09:30
Klopp var ánægður með framlag leikmanna en setti spurningarmerki við blaðamanninn Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, virtist nokkuð uppstökkur í viðtali við Sky Sports eftir útreið Englandsmeistaranna gegn Manchester City á útivelli í gær. Enski boltinn 3. júlí 2020 08:30
Lak út í gær en var staðfest í dag Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið. Fótbolti 3. júlí 2020 08:15
Willian sá fyrsti í úrvalsdeildinni til að skora mark í hverjum einasta mánuði ársins Brasilíumaðurinn Willian, leikmaður Chelsea, varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi til að skora mark í hverjum einasta mánuði ársins þegar hann skoraði tvö mörk í leik Chelsea og West Ham á miðvikudagskvöldið. Enski boltinn 3. júlí 2020 07:00
Dagskráin í dag: Valsarar fá Skagamenn í heimsókn, Jón Daði í eldlínunni og PGA-mótaröðin Valur fær ÍA í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá kl. 19:45. Í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild Englands, mætast Charlton og Millwall. Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:10. Íslenski boltinn 3. júlí 2020 06:00
Manchester City valtaði yfir Englandsmeistaranna Manchester City rúllaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2. júlí 2020 21:15