Vonast til að Ronaldo fái vítaspyrnu sem fyrst og segir De Gea vera nýjan mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 20:00 Ole Gunnar Solskjær var glaður í leikslok. Julian Finney/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði Jesse Lingard og David De Gea í hástert eftir 2-1 sigur sinna manna á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti