Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 12:01 Wayne Rooeny á hliðarlínunni í leik dagsins. Alex Morton/Getty Images Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. Derby er eitt þeirra íþróttafélaga sem hefur komið hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Félagið er með örþunnan leikmannahóp en tókst samt sem áður að vinna góðan 2-1 sigur á Stoke City í gærkvöld. Félagið ætti því að vera með 10 stig í 12. sæti en eftir að 12 stig verða dregin af því er ljóst að liðið verður neðst með mínus tvö stig. „Tilfinningaþrungið ef ég er hreinskilinn, við erum í erfiðri stöðu. Stuðningsfólk okkar vill sjá leikmennina leggja hart að sér. Ég mun halda áfram að sinna mínu starfi og sjá til þess að þeir geri það,“ sagði Rooney eftir leikinn gegn Stoke City í dag en stuðningsfólk Derby studdi vel við lið sitt, meira að segja eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Today's atmosphere #DCFC pic.twitter.com/BTLZWiVxZI— Derby County (@dcfcofficial) September 18, 2021 Næsta vika verður erfið hjá Derby þar sem hafist verður handa við að skera niður launakostnað og útgjöld félagsins. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman.“ „Ég hef sagt það áður að ég er skuldbundinn félaginu. Mér er annt um leikmennina og starfsfólkið og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að koma okkur í gegnum þennan hjalla. Við eigum erfitt núna en við munum komast í gegnum það og það er mitt starf að sjá til þess að við komumst í gegnum það eins vel og hægt er,“ sagði Wayne Rooney að lokum. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Derby er eitt þeirra íþróttafélaga sem hefur komið hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Félagið er með örþunnan leikmannahóp en tókst samt sem áður að vinna góðan 2-1 sigur á Stoke City í gærkvöld. Félagið ætti því að vera með 10 stig í 12. sæti en eftir að 12 stig verða dregin af því er ljóst að liðið verður neðst með mínus tvö stig. „Tilfinningaþrungið ef ég er hreinskilinn, við erum í erfiðri stöðu. Stuðningsfólk okkar vill sjá leikmennina leggja hart að sér. Ég mun halda áfram að sinna mínu starfi og sjá til þess að þeir geri það,“ sagði Rooney eftir leikinn gegn Stoke City í dag en stuðningsfólk Derby studdi vel við lið sitt, meira að segja eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Today's atmosphere #DCFC pic.twitter.com/BTLZWiVxZI— Derby County (@dcfcofficial) September 18, 2021 Næsta vika verður erfið hjá Derby þar sem hafist verður handa við að skera niður launakostnað og útgjöld félagsins. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman.“ „Ég hef sagt það áður að ég er skuldbundinn félaginu. Mér er annt um leikmennina og starfsfólkið og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að koma okkur í gegnum þennan hjalla. Við eigum erfitt núna en við munum komast í gegnum það og það er mitt starf að sjá til þess að við komumst í gegnum það eins vel og hægt er,“ sagði Wayne Rooney að lokum. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira