Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 15:30 Pep Guardiola vill skiljanlega fá sem mestan stuðning á Etihad-vellinum. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10
Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00