Jóhann Berg: Vitum að Arsenal gæti þótt erfitt að mæta hingað Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 13:31 Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark gegn Everton en það dugði skammt því Everton skoraði svo þrjú mörk á sex mínútum, um miðjan seinni hálfleik. Getty/Clive Brunskill Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann og félagar hans hjá Burnley séu alveg spakir þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir ætli sér að hrella Arsenal á morgun líkt og á síðustu leiktíð. Burnley hirti fjögur stig í leikjunum við Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið vann sinn fyrsta deildarsigur gegn Arsenal, 1-0 í Lundúnum. Arsenal vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð, 1-0 gegn Norwich, eftir þrjú töp. „Þeir hafa átt strembna byrjun en unnu góðan sigur gegn Norwich í síðasta leik, svo þeir verða með meira sjálfstraust,“ sagði Jóhann. „En við vitum að þeim gæti þótt erfitt að mæta á Turf Moor og við ætlum að sjá til þess að það verði erfitt. Arsenal er auðvitað alltaf gott lið og spilar alltaf góðan fótbolta, með nokkra stórkostlega leikmenn, en við gerum þetta eins óþægilegt fyrir þá og hægt er,“ sagði Jóhann. Eins og fyrr segir hefur tímabilið ekki byrjað vel hjá Burnley en eina stig liðsins koma á heimavelli gegn Leeds. Jóhann lagði upp mark gegn Everton á mánudaginn en Everton tryggði sér svo 3-1 sigur með þremur mörkum á sex mínútum. „Á síðustu leiktíð þurftum við líka að bíða svolítið eftir sigri svo við erum ekkert að fara á taugum strax. Þetta snýst bara um að halda einbeitingu allar 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann. „Þetta hefur verið svolítið blönduð byrjun. Við höfum sýnt góða frammistöðu inn á milli en ekki náð úrslitum. Á mánudaginn þá vorum við bara ekki nógu góðir í þessar sex mínútur. Við höfum ekki náð að landa þremur stigum en það er margt jákvætt í gangi og bara nokkur atriði sem við þurfum að laga. Vonandi gerist það [á morgun]. Ég er sannfærður um það,“ sagði Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Burnley hirti fjögur stig í leikjunum við Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið vann sinn fyrsta deildarsigur gegn Arsenal, 1-0 í Lundúnum. Arsenal vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð, 1-0 gegn Norwich, eftir þrjú töp. „Þeir hafa átt strembna byrjun en unnu góðan sigur gegn Norwich í síðasta leik, svo þeir verða með meira sjálfstraust,“ sagði Jóhann. „En við vitum að þeim gæti þótt erfitt að mæta á Turf Moor og við ætlum að sjá til þess að það verði erfitt. Arsenal er auðvitað alltaf gott lið og spilar alltaf góðan fótbolta, með nokkra stórkostlega leikmenn, en við gerum þetta eins óþægilegt fyrir þá og hægt er,“ sagði Jóhann. Eins og fyrr segir hefur tímabilið ekki byrjað vel hjá Burnley en eina stig liðsins koma á heimavelli gegn Leeds. Jóhann lagði upp mark gegn Everton á mánudaginn en Everton tryggði sér svo 3-1 sigur með þremur mörkum á sex mínútum. „Á síðustu leiktíð þurftum við líka að bíða svolítið eftir sigri svo við erum ekkert að fara á taugum strax. Þetta snýst bara um að halda einbeitingu allar 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann. „Þetta hefur verið svolítið blönduð byrjun. Við höfum sýnt góða frammistöðu inn á milli en ekki náð úrslitum. Á mánudaginn þá vorum við bara ekki nógu góðir í þessar sex mínútur. Við höfum ekki náð að landa þremur stigum en það er margt jákvætt í gangi og bara nokkur atriði sem við þurfum að laga. Vonandi gerist það [á morgun]. Ég er sannfærður um það,“ sagði Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira