Jóhann Berg: Vitum að Arsenal gæti þótt erfitt að mæta hingað Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 13:31 Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark gegn Everton en það dugði skammt því Everton skoraði svo þrjú mörk á sex mínútum, um miðjan seinni hálfleik. Getty/Clive Brunskill Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann og félagar hans hjá Burnley séu alveg spakir þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir ætli sér að hrella Arsenal á morgun líkt og á síðustu leiktíð. Burnley hirti fjögur stig í leikjunum við Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið vann sinn fyrsta deildarsigur gegn Arsenal, 1-0 í Lundúnum. Arsenal vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð, 1-0 gegn Norwich, eftir þrjú töp. „Þeir hafa átt strembna byrjun en unnu góðan sigur gegn Norwich í síðasta leik, svo þeir verða með meira sjálfstraust,“ sagði Jóhann. „En við vitum að þeim gæti þótt erfitt að mæta á Turf Moor og við ætlum að sjá til þess að það verði erfitt. Arsenal er auðvitað alltaf gott lið og spilar alltaf góðan fótbolta, með nokkra stórkostlega leikmenn, en við gerum þetta eins óþægilegt fyrir þá og hægt er,“ sagði Jóhann. Eins og fyrr segir hefur tímabilið ekki byrjað vel hjá Burnley en eina stig liðsins koma á heimavelli gegn Leeds. Jóhann lagði upp mark gegn Everton á mánudaginn en Everton tryggði sér svo 3-1 sigur með þremur mörkum á sex mínútum. „Á síðustu leiktíð þurftum við líka að bíða svolítið eftir sigri svo við erum ekkert að fara á taugum strax. Þetta snýst bara um að halda einbeitingu allar 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann. „Þetta hefur verið svolítið blönduð byrjun. Við höfum sýnt góða frammistöðu inn á milli en ekki náð úrslitum. Á mánudaginn þá vorum við bara ekki nógu góðir í þessar sex mínútur. Við höfum ekki náð að landa þremur stigum en það er margt jákvætt í gangi og bara nokkur atriði sem við þurfum að laga. Vonandi gerist það [á morgun]. Ég er sannfærður um það,“ sagði Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Burnley hirti fjögur stig í leikjunum við Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið vann sinn fyrsta deildarsigur gegn Arsenal, 1-0 í Lundúnum. Arsenal vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð, 1-0 gegn Norwich, eftir þrjú töp. „Þeir hafa átt strembna byrjun en unnu góðan sigur gegn Norwich í síðasta leik, svo þeir verða með meira sjálfstraust,“ sagði Jóhann. „En við vitum að þeim gæti þótt erfitt að mæta á Turf Moor og við ætlum að sjá til þess að það verði erfitt. Arsenal er auðvitað alltaf gott lið og spilar alltaf góðan fótbolta, með nokkra stórkostlega leikmenn, en við gerum þetta eins óþægilegt fyrir þá og hægt er,“ sagði Jóhann. Eins og fyrr segir hefur tímabilið ekki byrjað vel hjá Burnley en eina stig liðsins koma á heimavelli gegn Leeds. Jóhann lagði upp mark gegn Everton á mánudaginn en Everton tryggði sér svo 3-1 sigur með þremur mörkum á sex mínútum. „Á síðustu leiktíð þurftum við líka að bíða svolítið eftir sigri svo við erum ekkert að fara á taugum strax. Þetta snýst bara um að halda einbeitingu allar 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann. „Þetta hefur verið svolítið blönduð byrjun. Við höfum sýnt góða frammistöðu inn á milli en ekki náð úrslitum. Á mánudaginn þá vorum við bara ekki nógu góðir í þessar sex mínútur. Við höfum ekki náð að landa þremur stigum en það er margt jákvætt í gangi og bara nokkur atriði sem við þurfum að laga. Vonandi gerist það [á morgun]. Ég er sannfærður um það,“ sagði Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira