Úr „helvíti“ í hóp hjá United í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 07:31 Svo virðist sem að hlutirnir séu loks að ganga upp hjá hinum 29 ára gamla Phil Jones. Getty/Matthew Peters Manchester United og West Ham mætast í annað sinn á fjórum dögum þegar þau eigast við í enska deildabikarnum í fótbolta í kvöld. Phil Jones snýr aftur í leikmannahóp United eftir 20 mánaða fjarveru. Miðvörðurinn Jones, sem leikið hefur yfir 200 leiki fyrir United, hefur lengi verið þjakaður af meiðslum. Hann kvaðst um síðustu helgi hafa gengið í gegnum „helvíti“ og aftur til baka, þegar hann barðist við að jafna sig af meiðslunum. „Ég er svo glaður fyrir hönd Phil,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United. „Hann er búinn að klára tvo 90 mínútna leik með U23-liðinu, búinn að spila nokkrar mínútur fyrir luktum dyrum, og hefur ekki fundið fyrir neinu í hnénu. Hann hefur lagt afar mikið á sig,“ sagði Solskjær og staðfesti að Jones yrði í hópnum í kvöld eins og hann ætti svo sannarlega skilið. „Ég veit hvaða áskoranir hann hefur þurft að glíma við, andlega, spyrjandi sig hvort hann myndi nokkurn tímann geta spilað fótbolta aftur eða bara gengið um og leikið sér við börnin sín í garðinum,“ sagði Solskjær. Líklegt að Lingard byrji Bakvörðurinn Alex Telles snýr einnig aftur eftir ökklameiðsli og Edinson Cavani gæti snúið aftur eftir vöðvatognun. Enn virðist hins vegar bið í að Marcus Rashford og Amad Diallo byrji að spila. Solskjær gaf einnig í skyn að Jesse Lingard, sem tryggði Manchester-liðinu 2-1 sigur gegn West Ham á sunnudaginn, fengi tækifæri í byrjunarliðinu á móti sínum gömlu félögum frá því að hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Á hliðarrásum eru sýndir leikir Chelsea og Aston Villa, og Wolves og Tottenham. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Miðvörðurinn Jones, sem leikið hefur yfir 200 leiki fyrir United, hefur lengi verið þjakaður af meiðslum. Hann kvaðst um síðustu helgi hafa gengið í gegnum „helvíti“ og aftur til baka, þegar hann barðist við að jafna sig af meiðslunum. „Ég er svo glaður fyrir hönd Phil,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United. „Hann er búinn að klára tvo 90 mínútna leik með U23-liðinu, búinn að spila nokkrar mínútur fyrir luktum dyrum, og hefur ekki fundið fyrir neinu í hnénu. Hann hefur lagt afar mikið á sig,“ sagði Solskjær og staðfesti að Jones yrði í hópnum í kvöld eins og hann ætti svo sannarlega skilið. „Ég veit hvaða áskoranir hann hefur þurft að glíma við, andlega, spyrjandi sig hvort hann myndi nokkurn tímann geta spilað fótbolta aftur eða bara gengið um og leikið sér við börnin sín í garðinum,“ sagði Solskjær. Líklegt að Lingard byrji Bakvörðurinn Alex Telles snýr einnig aftur eftir ökklameiðsli og Edinson Cavani gæti snúið aftur eftir vöðvatognun. Enn virðist hins vegar bið í að Marcus Rashford og Amad Diallo byrji að spila. Solskjær gaf einnig í skyn að Jesse Lingard, sem tryggði Manchester-liðinu 2-1 sigur gegn West Ham á sunnudaginn, fengi tækifæri í byrjunarliðinu á móti sínum gömlu félögum frá því að hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Á hliðarrásum eru sýndir leikir Chelsea og Aston Villa, og Wolves og Tottenham. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira